Fór mikinn í sigri á meisturunum

Elvar Ásgeirsson átti stórleik í kvöld.
Elvar Ásgeirsson átti stórleik í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handknattleik, átti stórleik fyrir Ribe-Esbjerg þegar liðið hafði betur gegn Danmerkurmeisturum GOG, 34:33, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Elvar skoraði sjö mörk og gaf þrjár stoðsendingar fyrir heimamenn. Var hann jafn markahæstur í liði Ribe-Esbjerg ásamt Mathias Jörgensen.

Markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson kom lítið við sögu í leiknum, kom inn á í tvígang þegar GOG fékk vítaköst en tókst ekki að verja þau.

Markahæstur í leiknum var Emil Madsen með 11 mörk fyrir GOG.

Ribe-Esbjerg fór með sigrinum upp fyrir GOG og er nú í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig, tveimur stigum meira en GOG í sjötta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert