Komust í undanúrslit þrátt fyrir tap

Arnar Birkir Hálfdánsson.
Arnar Birkir Hálfdánsson. Haraldur Jónasson/Hari

Arnar Birkir Hálfdánsson og liðsfélagar hans í Amo tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í handknattleik þrátt fyrir að hafa tapað síðari leik sínum gegn Aranäs, 32:28.

Arnar Birkir hafði nokkuð hægt um sig að þessu sinni og skoraði eitt mark fyrir Amo.

Amo hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli með sjö mörkum, 35:28, og vann því einvígið samanlagt 63:60.

Ásamt Amo eru Ystad, Önnered og Hammarby búin að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Dregið verður í undanúrslitin næstkomandi föstudag og þá kemur í ljós hvaða liði Arnar Birkir og liðsfélagar hans mæta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert