Í liði umferðarinnar í Danmörku

Elvar Ásgeirsson
Elvar Ásgeirsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Elvar Ásgeirsson var í dag valinn í úrvalslið 13. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar fyrir frammistöðu sína í 34:33-heimasigri Ribe-Esbjerg á meisturunum GOG í gærkvöldi.

Elv­ar skoraði sjö mörk og gaf þrjár stoðsend­ing­ar fyr­ir heima­menn. Var hann jafn marka­hæst­ur í liði Ribe-Es­bjerg ásamt Mat­hi­as Jörgensen.

Ribe-Es­bjerg fór með sigr­in­um upp fyr­ir GOG og er nú í fjórða sæti dönsku úr­vals­deild­ar­inn­ar með 16 stig, tveim­ur stig­um meira en GOG í sjötta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert