Öruggt hjá þýska liðinu í Íslendingaslag

Arnór Snær Óskarsson skoraði tvö.
Arnór Snær Óskarsson skoraði tvö. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þýska liðið Rhein-Neckar Löwen vann öruggan 39:30-heimasigur á Benfica frá Portúgal í Íslendingaslag í A-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld.  

Arnór Snær Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen og Stiven Tobar Valencia gerði slíkt hið sama fyrir Benfica. Ýmir Örn Gíslason gerði eitt mark fyrir Löwen.

Löwen er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Benfica er í þriðja með tvö stig.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir Kadetten í öruggum 36:26-heimasigri á Lovcen í E-riðli. Kadetten er í öðru sæti riðilsins með sex stig.

Tryggvi Þórisson komst ekki á blað hjá Sävehof er liðið vann 32:29-útisigur á Pfadi Winterthur á útivelli í C-riðli. Sävehof er á toppi riðilsins með fullt hús stiga.

Loks vann Hannover-Burgdorf 34:29-útisigur á AEK Aþenu í B-riðli. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover, en stýrði liðinu í kvöld vegna fjarveru aðalþjálfarans. Er liðið með fullt hús stiga á toppi riðilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert