Bikarmeistarar Aftureldingar höfðu í kvöld betur gegn nýliðum Víkings í úrvalsdeild karla í handbolta. Urðu lokatölur í Safamýri 33:28, Mosfellingum í vil. Landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson fór á kostum fyrir Aftureldingu og skoraði tólf mörk.
Afturelding er í þriðja sæti með fimmtán stig, en Víkingur er í áttunda með sex stig, einu stigi fyrir ofan HK í fallsæti.
Víkingur fór betur af stað og komst í 6:3 snemma leiks. Afturelding jafnaði í 7:7 og með góðum kafla komust Mosfellingar í 12:9. Tókst Víkingi ekki að jafna eftir það.
Mörk Víkings: Halldór Ingi Óskarsson 7, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Agnar Ingi Rúnarsson 4, Styrmir Sigurðarson 3, Halldór Ingi Jónasson 2, Jón Hjálmarsson 2, Benedikt Emil Aðalsteinsson 1, Gunnar Valdimar Johnsen 1, Sigurður Páll Matthíasson 1, Brynjar Jökull Guðmundsson 1.
Varin skot: Sverrir Andrésson 3, Heiðar Snær Tómasson 2.
Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 12, Ihor Kopyshynskyi 8, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Blær Hinriksson 3, Leó Snær Pétursson 2, Þorvaldur Tryggvason 2, Böðvar Páll Ásgeirsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 8, Brynjar Vignir Sigurjónsson 3.