Drjúgur gegn stórliðinu

Sigvaldi Björn Guðjónsson lék vel með Kolstad.
Sigvaldi Björn Guðjónsson lék vel með Kolstad. mbl.is/Kristinn Magnússon

Norsku meistararnir í Kolstad gerðu góða ferð til Frakklands og gerðu 28:28-jafntefli við Frakklandsmeistara París SG í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.

Sigvaldi Björn Guðjónsson lék vel með Kolstad og skoraði sjö mörk úr tíu skotum. Sander Sagosen, skærasta stjarna norska landsliðsins, skoraði tíu mörk fyrir liðið.

Franski landsliðsmaðurinn Elohim Prandi gerði tíu fyrir Parísarliðið.

Eru bæði lið með níu stig eftir átta leiki og í þriðja og fjórða sæti riðilsins. Kiel er í efsta sæti með ellefu og Aalborg í öðru með tíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert