FH-ingar upp í toppsætið

FH-ingurinn Aron Pálmarsson sækir að marki Gróttu í kvöld.
FH-ingurinn Aron Pálmarsson sækir að marki Gróttu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH fór í kvöld upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í handbolta með 31:24-heimasigri á Gróttu í tíundu umferðinni.

Er FH nú með 17 stig, einu stigi meira en Valur í öðru sæti. Grótta er áfram í níunda sæti með sex stig.

FH-ingar byrjuðu betur og komust í 6:3 snemma leiks. Var staðan orðin 10:5 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Munaði sex mörkum í hálfleik, 18:12.

Komst Grótta aldrei nálægt því að jafna í seinni hálfleik og öruggur sigur Hafnarfjarðarliðsins reyndist raunin.

Mörk FH: Einar Bragi Aðalsteinsson 7, Einar Örn Sindrason 5, Jóhannes Berg Andrason 5, Ásbjörn Friðriksson 4, Símon Michael Guðjónsson 3, Aron Pálmarsson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Birgir Már Birgisson 1, Þórir Ingi Þorsteinsson 1.

Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14, Axel Hreinn Hilmisson 2.

Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 7, Andri Fannar Elísson 4, Hannes Grimm 3, Antoine Óskar Pantano 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Ágúst Emil Grétarsson 2, Ari Pétur Eiríksson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11, Shuhei Narayama 6.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert