KA sektað vegna framkomu starfsmanns

KA var sektað í dag vegna framkomu starfsmanns í garð …
KA var sektað í dag vegna framkomu starfsmanns í garð dómara. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Aganefnd HSÍ hefur sektað handknattleiksdeild KA um 50 þúsund krónur vegna atviks sem átti sér stað er karlalið félagsins lék við Aftureldingu í úrvalsdeildinni 9. nóvember síðastliðinn.

Í úrskurði aganefndar kemur fram að starfsmaður KA hafi viðhaft gróft orðbragð gagnvart dómurum leiksins.

Handknattleiksdeildin viðurkenndi hegðun starfsmannsins og baðst afsökunar, en það kom ekki í veg fyrir sekt. Afturelding vann leikinn 29:25.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert