Stórkostlegur dómgreindarbrestur af hálfu formannsins

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi …
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, er allt annað en sáttur við nýjan styrktarsamning HSÍ við Arnarlax.

Fyrr í dag tilkynnti Handknattleiksamband Íslands að það hefði undirritað samstarfssamning við Arnarlax og að vörumerki fyrirtækisins yrði á öllum keppnistreyjum landsliða Íslands.

Hefði aldrei samþykkt að bera slíka auglýsingu

„Þessi samningur milli HSÍ og Arnarlax er regin hneyksli og sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns HSÍ, Guðmundar B. Ólafssonar,“ segir Guðmundur í færslu sem hann birti á Facebook.

„Arnalax var meðal annars fyrir nokkru síðan sektað af Matvælastofnun að upphæð 120 milljón króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrr veiðum á strokfiski.

Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu,“ sagði Guðmundur meðal annars.

Færsla Guðmundar á Facebook.
Færsla Guðmundar á Facebook. Ljósmynd/Guðmundur Þórður Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert