HK-ingar sendu Stjörnuna í fallsæti

Hergeir Grímsson skýtur að marki HK-inga í kvöld.
Hergeir Grímsson skýtur að marki HK-inga í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

HK og Stjarnan áttust við í öðrum af tveimur lokaleikjum 10. umferðar á Íslandsmóti karla í handbolta í Kórnum í kvöld og lauk leiknum með sigri HK, 28:27.

Með sigrinum lyfti HK sér upp í áttunda sæti deildarinnar með sjö stig. Stjarnan er því í næstneðsta sæti með 5 stig og í fallsæti.

Jafnræði var á með liðunum í fyrri hálfleik og leiddi HK leikinn með einu til tveimur mörkum framan af. Markverðirð liðanna áttu fínan hálfleik og vörðu samtals 12 skot.

HK komst mest þremur mörkum yfir í stöðunni 9:6 en Stjörnunni tókst að jafna í stöðunni 11:11 og komast yfir í stöðunni 12:11. HK tókst síðan að jafna í sinni síðustu sókn í fyrri hálfleik og voru hálfleikstölur 16:16 í fínum handboltaleik.

Sigurjón Guðmundsson varði 7 skot í marki HK í fyrri hálfleik en Adam Thorstensen varði 5 í marki Stjörnunnar. Sigurður Jefferson Guarino skoraði 4 mörk fyrir HK en Pétur Árni Hauksson 5 mörk fyrir Stjörnuna.

Síðari hálfleikur var spennandi framan af þar sem liðin skiptust á að leiða leikinn en á lokasprettinum reyndust leikmenn HK sterkari og fór þar fremstur markvörðurinn Sigurjón sem varði 18 skot og lagði grunninn að sigri HK í leiknum.

Adam Thorstensen varði 10 skot í marki Stjörnunnar. Sigurður Jeffersson skoraði 7 mörk fyrir HK og Pétur Árni Hauksson 8 mörk fyrir Stjörnuna.

Lokatölur eins og áður segir 28:27 fyrir HK sem lyftir sér úr fallsæti upp í það áttunda í deildinni.  

HK 28:27 Stjarnan opna loka
60. mín. Elías Björgvin Sigurðsson (HK) á skot í stöng
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert