Íslendingaliðin unnu öll í Meistaradeildinni

Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon voru báðir í …
Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon voru báðir í sigurliði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslendingaliðin þrjú sem hófu leik klukkan 17:45 í Meistaradeild Evrópu í handbolta fögnuðu öll sigrum í kvöld.

Ríkjandi Evrópumeistararnir í Magdeburg unnu 32:25-útisigur á GOG frá Danmörku í B-riðli. Var sigurinn sá fimmti í röð hjá liðinu í keppninni.

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk fyrir Magdeburg, en Janus Daði Smárason komst ekki á blað. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með Magdeburg vegna meiðsla.

Í sama riðli vann Veszprém frá Ungverjalandi 41:31-heimasigur á Celje frá Slóveníu. Bjarki Már Elísson lék fyrri hálfleikinn með Veszprém og skoraði fjögur mörk. Veszrpém er á toppnum með 14 stig. Magdeburg er í þriðja með 12.

Í A-riðli vann Kielce frá Póllandi 28:24-heimasigur á Zagreb. Haukur Þrastarson komst ekki á blað hjá Kielce, sem er í þriðja sæti riðilsins með tíu stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert