Óvæntur sigur botnliðsins á Haukum

Hannes Höskuldsson skoraði átta fyrir Selfoss.
Hannes Höskuldsson skoraði átta fyrir Selfoss. mbl.is/Arnþór Birkisson

Botnlið Selfoss vann óvæntan 30:28-heimasigur á Haukum í tíundu umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í kvöld. Var aðeins um annan sigur Selfyssinga á leiktíðinni að ræða.

Þrátt fyrir sigurinn er Selfoss enn á botninum með fjögur stig. Haukar eru í sjötta sæti með tíu stig, eftir þrjú töp í röð.

Var mikið jafnræði með liðunum framan af og staðan 8:8 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Þá tók við góður kafli hjá Haukum, sem fóru með 17:12 forskot í hálfleik.

Áttu þá flestir von á öruggum sigri Haukamanna, en Selfyssingar voru á öðru máli. Þeir byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í 18:17. Selfyssingar jöfnuðu svo í 22:22 og voru sterkari í blálokin.

Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 8, Einar Sverrisson 6, Sölvi Svavarsson 5, Alvaro Mallols Fernandez 3, Gunnar Kári Bragason 2, Sverrir Pálsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Sæþór Atlason 2.

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 10, Vilius Rasimas 6.

Mörk Hauka: Þráinn Orri Jónsson 7, Össur Haraldsson 6, Guðmundur Bragi Ástþórsson 6, Geir Guðmundsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Ólafur Ægir Ólafsson 1.

Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 6, Ari Dignus Maríuson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert