Sannfærandi byrjun hjá Þóri og Noregi

Norska liðið fór vel af stað á Posten Cup.
Norska liðið fór vel af stað á Posten Cup. AFP/Jonathan Nackstrand

Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann í kvöld sannfærandi 32:24-sigur á Angóla í fyrsta leik liðanna á alþjóðlega Posten Cup-mótinu í Hamar í Noregi.

Ísland leikur einnig á mótinu og þá eru Ísland og Angóla saman í riðli á lokamóti HM sem hefst í lok mánaðar.

Camilla Herrem var markahæst í norska liðinu með fimm mörk. Maren Aardahl gerði fjögur mörk þar af tvö úr vítum. 

Noregur er í riðli með Grænlandi, Austurríki og Suður-Kóreu á HM og er fyrsti leikur liðsins við Grænland 29. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert