Fjölnir upp að hlið toppliðsins

Björgvin Páll Rúnarsson skoraði sex mörk.
Björgvin Páll Rúnarsson skoraði sex mörk. mbl.is/Óttar Geirsson

Fjölnir fór upp að hlið toppliðs Þórs á Akureyri í 1. deild karla í handbolta í gærkvöldi með 29:21-heimasigri á Val U í Grafarvoginum. Voru hálfleikstölur 17:7, Fjölni í vil.

Fjölnir er nú með ellefu stig, eins og Þór, en Þór hefur leikið einum leik minna. Valur U er í sjötta sæti með sjö stig.

Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 6, Viktor Berg Grétarsson 5, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Tómas Bragi Lorriaux Starrason 3, Elvar Þór Ólafsson 3, Heiðar Már Hildarson 2, Bernhard Snær Petersen 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Alex Máni Oddnýjarson 2, Dagur Logi Sigurðsson 1.

Mörk Vals U: Daníel Montoro 4, Hlynur Freyr Geirmundsson 3, Jóhannes Jóhannesson 3, Daníel Örn Guðmundsson 2, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 2, Dagur Leó Fannarsson 2, Knútur Gauti Eymarsson Kruger 2, Þorgeir Arnarsson 2, Matthías Ingi Magnússon 1.

Stöðuna í deildinni, næstu leiki og úrslit má nálgast með því að smella hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert