Bikarmeistarar Aftureldingar máttu þola naumt 27:24-tap gegn slóvakíska liðinu Tatran Presov í fyrri leik liðanna í 3. umferð Evrópubikarsins í handbolta í kvöld.
Báðir leikir eru leiknir ytra og var leikurinn í kvöld skráður sem heimaleikur Aftureldingar.
Afturelding komst í 4:3 snemma leiks, en slóvakíska liðið svaraði með sex mörkum gegn einu og komst í 9:5. Afturelding minnkaði muninn fyrir leikhlé og voru hálfleikstölur 12:10.
Mosfellingar jöfnuðu í 14:14 snemma í seinni hálfleik, en þá skoraði Tatran Presov aftur sex mörk gegn einu og tókst Aftureldingu ekki að jafna eftir það, þrátt fyrir fína spretti á lokakaflanum.
Seinni leikurinn fer fram á sama stað klukkan 17 á morgun.
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 6, Blær Hinriksson 4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 4, Birkir Benediktsson 3, Leó Snær Pétursson 3, Jakob Aronsson 2, Ihor Koyshynskyi 1, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 9, Jovan Kukobat 3.