Viktor Gísli með stórleik í Frakklandi

Viktor Gísli Hallgrímsson lék vel í kvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson lék vel í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, átti afar góðan leik fyrir Nantes er liðið vann öruggan 38:24-heimasigur á Saran í efstu deild Frakklands í kvöld.

Viktor varði 14 skot í leiknum og var með rétt tæplega 40 prósenta markvörslu. Þá varði hann eitt víti. Lék hann 52 mínútur af 60 í leiknum.

Nantes er í öðru sæti deildarinnar með 19 stig, einu stigi frá toppliði París SG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert