Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson var á skýrslu EHF fyrir leik FH gegn Achilles Bocholt í fyrri leik liðanna í þriðju umferð Evrópubikars karla í handbolta í dag. Hann missti þó af leiknum því hann var upp á fæðingadeild.
Aron var á skýrslu EHF fyrir leikinn en er síðan ekki í hópnum sem gekk inn á völlinn. Var aldrei planið að hann væri með í dag?
„Aron er uppi á fæðingardeild og ef allt hefði gengið hratt og örugglega fyrir sig þá hefði hann verið með í dag en það gengur víst ekki allt eftir plani hvað þetta varðar og þau eru búin að vera upp á deild í allan dag og vonandi gengur það bara vel hjá þeim,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, í samtali við mbl.is eftir leikinn í dag.