FH fer til Belgíu með 9 marka forskot.

FH  vann Belgíska liðið Achilles Bocholt auðveldlega með 9 marka mun, 35:26 í þriðju umferð Evrópubikars karla í handbolta í dag. Var þetta fyrri leikur liðanna en sá síðari fer fram um næstu helgi í Belgíu og er FH í vænlegri stöðu fyrir útileikinn.
Liðin byrjaði með miklum hraða og voru skoruð samtals fjögur mörk á fyrstu 62 sekúndum leiksins. Lið FH náði fljótlega undirtökunum í fyrri hálfleik og leiddu með 6 mörkum eftir 16 mínútur, 12:6. Þá fór sókn FH að hiksta og tókst þeim ekki að skora mark í tæpar 10 mínútur. Það sem varð FH til happs var að belgarnir skoruðu ekki nema 3 mörk á þessum 10 mínútum og er það markverðinum Daníel Frey Andréssyni að þakka sem varði hvert skotið á fætur öðru í fyrri hálfleik og samtals 11 skot. 
Lið FH náði sér aftur á strik eftir að hafa tekið leikhlé og juku aftur muninn í 6 mörk í stöðunni 16:10. Markahæðstur í liði FH í fyrri hálfleik var Jóhannes Berg Andrason með 5 mörk en í liði Bocholt skoraði Aleksa Kljajic með 4 mörk, þar af 2 úr vítum. 
Á upphaflegu skýrslu EHF var Aron Pálmarsson í liði FH fyrir leikinn í dag en þegar liðin mættu inn á völlinn var enginn Aron.
Hálfleikstölur í Kaplakrika 17:12 fyrir FH.
Síðari hálfleikur var margt líkur þeim fyrri. Lið FH hélt áfram að leika á alls oddi og juku muninn hægt og þétt og náðu fljótlega 7 marka forskoti sem þeir misstu aldrei niður. Mest náði lið FH 9 marka forystu í stöðunni 31:22. Þann mun minnkaði lið Bocholt en FH tókst að lokum að landa 9 marka sigri 35:26.
Daníel Freyr Andrésson varði 21 skot í marki FH og Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði 11 mörk. Tim Claessens skoraði 5 mörk fyrir Bocholt og Clem Leroy varði 12 skot.
Liðin mætast aftur í Belgíu um næstu helgi. 
FH 35:26 Bocholt opna loka
60. mín. Einar Örn Sindrason (FH) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert