FH mætir Belgum í Kaplakrika

FH-ingar fagna sigrinum gegn Partizan í 2. umferð en þeir …
FH-ingar fagna sigrinum gegn Partizan í 2. umferð en þeir unnu þá sjö marka sigur í Belgrad eftir jafntefli í fyrri leiknum í Kaplakrika. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

FH-ingar leika í dag fyrri leik sinn gegn Achilles Bocholt frá Belgíu í 3. umferð Evrópubikars karla í handbolta en hann hefst kl. 17 í Kaplakrika. Liðin mætast aftur í Belgíu eftir viku.

Bocholt vann Dragunas Klaipeda frá Litháen, 58:53 samanlagt, í 2. umferð en FH vann þá frækinn útisigur á Partizan Belgrad, 30:23, eftir jafntefli í Kaplakrika.

Í liði Bocholt eru þrír leikmenn belgíska landsliðsins sem lék í lokakeppni HM í fyrsta skipti í janúar á þessu ári.

Liðið er efst í BENE-deildinni, sameiginlegri deild Belgíu og Hollands, með 18 stig eftir tólf leiki, einu stigi meira en Vise frá Belgíu sem á leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert