Handboltamaðurinn Elvar Ásgeirsson fór á kostum þegar liðið hans Ribe-Esjeberg vann Ringsted á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Elvar skoraði sex mörk úr vinstri skyttunni og kom með níu stoðsendingar í 38:27 sigri. Ágúst Elí Björgvinsson varði sex skot og skoraði eitt úr markinu hjá Ribe-Esjeberg.
Liðið er nú í þriðja sæti í deildinni með 18 stig eftir 14 leiki spilaða.
Næsti leikur Ribe-Esjeberg er gegn botnliði Kolding en Ágúst Elí spilaði tvö tímabil þar áður en hann gekk til liðs við Ribe-Esjeberg.