Arnar Birkir Hálfdánsson var í aðalhlutverki hjá nýliðum Amo sem tóku á móti Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Arnar Birkir skoraði níu mörk í leiknum og átti tvær stoðsendingar að auki en Amo mátti sætta sig við nauman ósigur, 29:31.
Liðið er í níunda sæti af fjórtán liðum en það leikur í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni í vetur og fór mjög vel af stað í haust.