Skoraði sjö og sigurgangan heldur áfram

Óðinn Þór Ríkharðsson er jafnan atkvæðamikill með liði Kadetten.
Óðinn Þór Ríkharðsson er jafnan atkvæðamikill með liði Kadetten. mbl.is/Óttar Geirsson

Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten héldu áfram sigurgöngu sinni í svissnesku A-deildinni í handknattleik í kvöld.

Þeir sigruðu Wacker Thun á útivelli, 29:23, og eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar og hafa unnið tólf af fjórtán leikjum sínum til þessa.

Óðinn var að vanda drjúgur í markaskorun fyrir Kadetten og skoraði sjö mörk í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert