Þurfum að stoppa leikmann númer 22

Jóhannes Berg Andrason átti einnig góðan leik í dag og …
Jóhannes Berg Andrason átti einnig góðan leik í dag og skoraði sjö mörk. mbl.is/Óttar Geirsson
Wout Winters leikmaður belgíska liðsins Achilles Bocholt var svekktur með 9 marka tap gegn FH í dag. Við spurðum hann að því hvað hefði farið úrskeiðis í þeirra leik.
"Við áttum mörg slæm andartök í leiknum í dag þar sem við réðum ekkert við þá. Við fórum illa með mörg færi og vorum oft á tíðum alltof lélegir í vörninni."
Getur Bocholt unnið upp þennan mun úti í Belgíu?
"Leikurinn í Belgíu verður allt annar leikur og ég tel að við getum snúið þessu við þar þó að munurinn sé mikill já."
Hvaða breytingar þarf Bocholt að gera á leik sínum til að ná fram sigri í næstu viðureign liðanna?
"Við þurfum að stoppa leikmann númer 22 (Einar Braga Aðalsteinsson), við hleyptum honum upp í alltof mörg skot af 10 metrunum. Við þurfum að spila vörnina okkar miklu framar og þvinga þá í skot sem gera markverðinum okkar auðveldara með að verja skotin þeirra. Að lokum þurfum við að nota færin okkar miklu betur." sagði Wout Winters í samtali við mbl.is.
Einar Bragi Aðalsteinsson í baráttu í dag.
Einar Bragi Aðalsteinsson í baráttu í dag. mbl.is/ Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert