Haukur í aðalhlutverki hjá Kielce

Haukur Þrastarson skoraði sjö mörk í dag.
Haukur Þrastarson skoraði sjö mörk í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Haukur Þrastarson landsliðsmaður í handknattleik lék mikið að sér kveða í dag þegar lið hans Kielce vann Zaglebie á útivelli, 30:24, í pólsku úrvalsdeildinni.

Haukur var markahæsti leikmaður Kielce í leiknum með sjö mörk úr tíu skotum og er greinilega að komast í sitt fyrra form eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Kielce er á hefðbundnum stað á toppi deildarinnar með 12  sigra í jafnmörgum leikjum, með Wisla Plock á hælunum en Wisla hefur unnið alla 11 leiki sína. Liðin heyja því greinilega eina ferðina enn einvígi um pólska meistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert