Valur og Haukar, efstu tvö liðin í úrvalsdeild kvenna, mætast í átta liða úrslitum bikarkeppninnar en dregið var til þeirra nú í hádeginu.
Valskonur fá heimaleikinn en átta liða úrslitin eru leikin í febrúar.
Þrjú lið úr 1. deild komust í átta liða úrslit og samkvæmt reglum keppninnar leika þau á heimavöllum.
Selfoss, sem hefur unnið alla átta leiki sína í 1. deildinni, fær KA/Þór í heimsókn. Grótta, sem er í öðru sæti 1. deildar, tekur á móti Stjörnunni og HK, sem er í 6. sæti, fær ÍR í heimsókn.