Haukar og FH mætast í bikarnum

Búast má við hörðum bikarslag milli Hauka og FH.
Búast má við hörðum bikarslag milli Hauka og FH. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH mætast í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik en dregið var til þeirra í hádeginu.

Bikarmeistarar Aftureldingar drógust gegn Íslandsmeisturum ÍBV og fer viðureign liðanna fram í Vestmannaeyjum.

Valur mætir Selfossi á Hlíðarenda og Stjarnan fær KA í heimsókn í Garðabæ.

Leikirnir fara fram um miðjan febrúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert