Rétt eða rangt að semja við Arnarlax?

Björn Hembre forstjóri Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson formaður Handknattleikssambands …
Björn Hembre forstjóri Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson formaður Handknattleikssambands Íslands. Ljósmynd/Arnarlax

Arnarlax er nýr styrktaraðili Handknattleikssambands Íslands eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt.

Heildartekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru í kringum 49 milljarðar króna og þar af gaf laxeldið af sér 40,5 milljarða króna.

Forystumenn HSÍ hafa legið undir harðri gagnrýni vegna samstarfsins við Arnarlax að undanförnu.

Líkt og svo oft áður, þegar óþægileg mál herja á íþróttahreyfinguna, eiga forystumenn hennar það til að smella símunum sínum á hljóðláta stillingu.

Fyrir þá sem ekki vita þá eru og hafa peningarnir oft verið af skornum skammti hjá Handknattleikssambandinu.

Samningurinn er væntanlega góður, miðað við stærð og tekjur Arnarlax á undanförnum árum, þó einhverjir almannatenglar hefðu eflaust ráðlagt HSÍ að finna sér annan styrktaraðila.

Það má samt ekki gleyma því að Arnarlax er löglegt fyrirtæki, sem er skráð hér á landi, og það er ekki eins og íþróttahreyfingin og íslenskt íþróttafólk yfirhöfuð sé með endalausar uppsprettur peninga til þess að sækja í.

Þetta er kannski frekar áfellisdómur, þegar kemur að íslenskum fyrirtækjum, að vera ekki duglegri að styðja við bakið á íþróttafólkinu okkar.

Við skulum líka hafa það á hreinu að Arnarlax er ekki Arctic Sea Farm, þó vissulega séu bæði fyrirtæki í sömu atvinnugrein.

Það er ekki mitt að ákveða með hvaða fyrirtækjum sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar leggjast á koddann.

Ef við ætlum samt að fara í einhvern „rétt eða rangt“-leik þá eru þau nokkur fyrirtækin hér á landi sem hafa skitið aðeins í heyið á undanförnum árum.

Bakvörðinn má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert