Óvænt Íslendingalið á toppnum

Dagur Gautason skoraði sex mörk í kvöld.
Dagur Gautason skoraði sex mörk í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Arendal tyllti sér á toppinn í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld með sex marka sigri gegn Bergen á heimavelli, 36:30.

Dagur Gautason skoraði sex mörk fyrir Arendal og var markahæstur en þeir Hafþór Már Vignisson og Árni Bergur Sigurbergsson komust ekki á blað hjá Arendal.

Þá skoraði Ásgeir Snær Vignisson eitt mark fyrir Fjellhammer þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Runar, 38:31, en Fjellhammer er með 7 stig í tólfta og þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Arendal, sem var að vinna sinn fimmta leik í röð í kvöld, er með 19 stig í efsta sætinu, líkt og Runar, en bæði lið hafa leikið 13 leiki á tímabilinu. 

Noregsmeistarar Kolstad eru einnig með 19 stig í þriðja sætinu en liðið á tvo leiki til góða á Arendal og Runar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert