Töpuðu stórt í Meistaradeildinni

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk í kvöld.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk í kvöld. Ljósmynd/EHF

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kolstad þegar liðið tók á móti Aalborg í A-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik í Þrándheimi í dag.

Leiknum lauk með stórsigri Aalborgar, 29:18, en danska liðið leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 14:9.

Kolstad er með 9 stig í fjórða sæti riðilsins en Aalborg er á toppnum með 12 stig eftir fyrstu 9. umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert