Stjarnan lagði Víking að velli, 28:26, í lykilleik í botnbaráttu úrvalsdeildar karla í handknattleik í Garðabæ í kvöld.
Stjarnan komst með sigrinum upp fyrir Víking og úr fallsæti og er nú með 7 stig eins og HK en Víkingar eru nú næstneðstir með 6 stig, fyrir ofan Selfyssinga sem eru með 4 stig.
Starri Friðriksson skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna og Pétur Árni Hauksson fjögur. Hjá Víkingi var Halldór Ingi Jónasson með 5 mörk og þeir Daníel Örn Griffin og Halldór Ingi Óskarsson með fjögur mörk hvor.