Fimmti sigurinn í röð hjá Guðmundi

Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia eru á …
Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia eru á skriði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í danska handknattleiksfélaginu Fredericia eru á miklu skriði í dönsku úrvalsdeildinni þessa dagana.

Liðið hafði betur á heimavelli gegn Lemvig í kvöld, 28:21, en Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað hjá Fredericia í leiknum.

Þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð í deildinni en Fredericia er með 23 stig í öðru sæti deildarinnar eftir fimmtán spilaða leiki, fjórum stigum minna en topplið Aalborgar en Aalborg á leik til góða á Fredericia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert