Grótta vann mikilvægan sigur á Selfossi, 32:25, í botnbaráttu úrvalsdeildar karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í kvöld.
Grótta komst með sigrinum í áttunda sætið með 8 stig en Selfyssingar sitja áfram í tólfta og neðsta sætinu með 4 stig.
Ágúst Ingi Óskarsson skoraði 10 mörk fyrir Gróttu, Antoine Óskar Pantano 5 og Jakob Ingi Stefánsson 4.
Alvero Mallols, Gunnar Kári Bragason og Tryggvi Sigurberg Traustason voru atkvæðamestir Selfyssinga með 4 mörk hver.