Markahæstur í Svíþjóð

Arnar Birkir Hálfdánsson er að gera það gott í Svíþjóð.
Arnar Birkir Hálfdánsson er að gera það gott í Svíþjóð. mbl.is/Hari

Arnar Birkir Hálfdánarson var markahæsti maður vallarins þegar lið hans Amo heimsótti Lugi í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Leiknum lauk með sex marka sigri Lugi, 40:34, en Arnar Birkir skoraði níu mörk og var þetta annar leikurinn í röð þar sem Íslendingurinn skorar níu mörk fyrir sitt lið.

Amo er í níunda sæti deildarinnar með 9 stig, tveimur stigum frá áttunda sætinu sem jafnframt er síðasta sætið í deildinni sem gefur sæti í úrslitakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert