Akureyringurinn Oddur Gretarsson fór á kostum hjá Balingen þegar liðið heimsótti í Göppingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag.
Leiknum lauk með fjögurra marka sigri Göppingen, 32:28, en Oddur var markahæsti maður vallarins og skoraði 11 mörk.
Daníel Þór Ingason komst ekki á blað hjá Balingen sem er í neðsta sæti deildarinnar með 5 stig eftir fimmtán spilaða leiki, 5 stigum frá öruggu sæti.