Landsliðsmaðurinn Stiven Tobar Valencia var markahæstur í liði Benfica í dag þegar liðið vann Povea örugglega, 29:23, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik.
Stiven skoraði fimm mörk í leiknum en Benfica gerði út um leikinn í fyrri hálfleik því staðan var 17:9 að honum loknum.
Benfica er í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig, á eftir Sporting með 39 og Porto með 36 stig, en í deildinni eru gefin þrjú stig fyrir sigur, tvö fyrir jafntefli og eitt fyrir tap.