Valur og Motor frá Úkraínu mættust í seinni leik liðanna á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta. Valsarar unnu leikinn 33:28 og eru því komnir áfram í 16-liða úrslit.
Leikurinn byrjaði jafnt og liðin skiptust á að vera marki yfir og jafna svo forskotið fyrsta korterið. Eftir það tóku Valsarar yfir og voru með sjö marka forystu þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.
Motor menn náðu að minnka muninn í fjögur mörk, 16:12 áður en flautað var til hálfleiks en voru ekki mjög sannfærandi stóran part af hálfleiknum.
Valsara slepptu ekki forskotinu og voru yfir það sem eftir lifði leiks. Þeir nutu sín mikið, tóku eitt sirkus mark og laumuðum nokkrum inn fyrir aftan bak.
Motor menn voru óöruggir í sókn og Valsarar voru með yfirhöndina allan seinni hálfleikinn.
Valur | 33:28 | Motor | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
60. mín. Viktor Sigurðsson (Valur) skýtur framhjá Þorði enginn að taka skotið svo Viktor tók það á sig. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |