Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson fóru fyrir sínum mönnum í Leipzig í eins marks sigra á Erlangen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag.
Viggó var markahæstur allra og skoraði átta mörk en Andri Már skoraði fimm. Skoruðu þeir því 13 af 20 mörkum Leipzig sem Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra, stýrir.
Leipzig er í sj-unda sæti deildarinnar með 15 stig.
Magdeburg vann Gummersbach, 32:30, í Íslendingaslag í Magdeburg í dag.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg og Janus Daði Smárason fjögur. Þá er Gísli Þorgeir Kristjánsson er þá fjarverandi vegna meiðsla.
Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach sem Guðjón Valur Sigurðsson stýrir.
Magdeburg er á toppnum með 25 stig en Gummersbach er í níunda með 14.