Ólafur bíður enn eftir fyrsta sigrinum

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. Styrmir Kári

Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Aue máttu sætta sig við enn eitt tapið í þýsku B-deildinni í handknattleik í kvöld. Að þessu sinni tapaði liðið fyrir Bietigheim, 27:31, á heimavelli.

Sveinbjörn Pétursson lék stórkostlega í marki Aue og varði 19 skot, sem nam 38 prósent markvörslu, en það dugði ekki til.

Aue situr sem fyrr á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir 15 leiki og hefur nú tapað öllum fjórum leikjum sínum undir stjórn Ólafs eftir að hann tók við stjórnartaumunum um miðjan síðasta mánuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert