Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Magdeburgar í Þýskalandi, náði stórum áfanga um helgina.
Ómar Ingi, sem er 26 ára gamall, skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg þegar liðið vann nauman sigur, 32:30, gegn Gummersbach í þýsku 1. deildinni í Magdeburg í gær.
Þetta var jafnframt hans 100. leikur fyrir félagið í þýsku 1. deildinni en hann gekk til liðs við félagið frá Aalborg í Danmörku sumarið 2020.
Ómar Ingi hefur verið einn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar frá því hann samdi við Magdeburg en hann varð Evrópumeistari með liðinu síðasta vor og Þýskalandsmeistari á þar síðustu leiktíð.
Er nullt heute!
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) December 3, 2023
💯 Spiele in der LIQUI MOLY Handball-Bundesliga für unseren Omar Ingi Magnusson!
Herzlichen Glückwunsch, geil dass du da bist 💚❤️
_____#SCMHUJA pic.twitter.com/gUNahwP9BL