Ómar Ingi náði stórum áfanga

Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Magdeburgar í Þýskalandi, náði stórum áfanga um helgina.

Ómar Ingi, sem er 26 ára gamall, skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg þegar liðið vann nauman sigur, 32:30, gegn Gummersbach í þýsku 1. deildinni í Magdeburg í gær.

Þetta var jafnframt hans 100. leikur fyrir félagið í þýsku 1. deildinni en hann gekk til liðs við félagið frá Aalborg í Danmörku sumarið 2020.

Ómar Ingi hefur verið einn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar frá því hann samdi við Magdeburg en hann varð Evrópumeistari með liðinu síðasta vor og Þýskalandsmeistari á þar síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert