Íslensku liðin bæði til Austur-Evrópu

Valur hafði betur gegn Motor frá Úkraínu í 3. umferð …
Valur hafði betur gegn Motor frá Úkraínu í 3. umferð Evrópubikarsins. mbl.is/Arnþór

Íslendingaliðin FH og Valur eru bæði á leið til Austur-Evrópu í 16-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik en dregið var í höfuðstöðvum EHF í Vínarborg í Austurríki í dag.

FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu á meðan Valur mætir gamla stórveldinu Metaloplastika Sabac frá Serbíu. Tatran sló einmitt Aftureldingu út í 32-liða úrslitunum í tveimur leikjum sem báðir fóru fram í Slóvakíu.

Fyrri leikir 16-liða úrslitanna fara fram 10. og 11. febrúar og þeir síðari 17. og 18. febrúar.

Drátturinn í 16-liða úrslitin:

Brixen – Olympiacos
Besiktas – Green Collect
Minaur Baia Mare – Vogosca
Slobada – Krka
Steaua Búkarest – Karvina
Valur – Metaloplastika
Krems – Bregenz
FH – Tatran Presov

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert