Taphrinu Hauka lauk gegn HK

Brynjólfur Snær Brynjólfsson úr Haukum reynir að stöðva Hjört Inga …
Brynjólfur Snær Brynjólfsson úr Haukum reynir að stöðva Hjört Inga Halldórsson úr HK á Ásvöllum í kvöld. mbl.is/Arnþór
Haukar og Afturelding áttust við í 11 umferð íslandsmóts karla í handbolta í kvöld og lauk leiknum með sigri Hauka, 26:24. 

Með sigrinum eru Haukar áfram í sjötta sætinu en nú með 12 stig og batt þessi sigur endalok á fjögurra leikja taphrinu Hauka. HK er áfram með 7 stig í níunda sæti deildarinnar.

Athygli vakti í kvöld að Stefán Rafn Sigurmannsson var í liði Hauka í kvöld en hann hefur verið að jafna sig eftir erfiða aðgerð og ekki var von á honum inn á handboltavöllinn fyrr en í fyrsta lagi í janúar.

Haukar leiddu mest allan fyrri hálfleikinn og skoruðu fyrsta markið. Í kjölfarið komu tvö mörk frá HK áður en Haukar jöfnuðu aftur í stöðunni 3:3 og komust síðan yfir í stöðunni 4:3. 

Lið Hauka hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarið fyrir andleysi og getuleysi í leikjum sínum. Haukar voru öllu betri í kvöld en í leiknum á móti Fram.

Eins og fyrr sagði leiddu Haukar mestan fyrri hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir í stöðunum 8:5 og 16:13.

Ólafur Ægir Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir Hauka í fyrri hálfleik en Haukur Ingi Hauksson 3 mörk fyrir HK. Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í marki Hauka í fyrri hálfleik og varði 9 skot. Hinumegin á vellinum varði Sigurjón Guðmundsson 4 skot fyrir HK. 

Hálfleikstölur á Ásvöllum 16:13 fyrir Hauka.

Haukar byrjuðu með boltann í síðari hálfleik en mistókst að komast fjórum mörkum yfir. Leikmenn HK skunduðu þá í sína fyrstu sókn í síðari hálfleik og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Það tók Hauka 5 mínútur að skora fyrsta mark sitt í síðari hálfleik þrátt fyrir að þeir hafi fengið hraðaupphlaup og víti áður en kom að markinu. Það sem bjargaði Haukum var að HK skoraði aðeins tvö mörk á sama tímabili.

Haukar héldu engu að síður áfram að leiða leikinn og náður 4 marka forskoti í tvígang. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum náði HK að minnka muninn niður í eitt mark og eftir það var mikil spenna og hiti í leiknum. Adam Haukur Baumruk fékk sína 3 brottvísun og útilokun frá leiknum. 

Gríðarleg spenna var á síðustu mínútum leiksins og gat HK jafnað í stöðunni 25:24 og 35 sekúndur eftir. Það tókst ekki og skunduðu Haukar fram í sókn og innsigluðu tveggja marka sigur með lokamarki frá Guðmundi Braga. 

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði 7 mörk fyrir Hauka í leiknum og Aron Rafn varði 15 skot. Í liði HK skoraði Kári Tómas 9 mörk, þar af 5 úr vítaskotum og Sigurjón Guðmundsson varði 8 skot.
Haukar 26:24 HK opna loka
60. mín. 35 sekúndur eftir. HK er með boltann og getur jafnað. Þvílíka spennan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert