Landsliðsmaðurinn yfirgefur Ljónin

Ýmir Örn Gíslason fagnar í leik með íslenska landsliðinu.
Ýmir Örn Gíslason fagnar í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik, er á förum frá þýska 1. deildar liðinu Rhein-Neckar Löwen.

Félagið tilkynnti um brottför Ýmis Arnar á heimasíðu sinni í morgun. Ekki er tekið fram hvert förinni er heitið en þó er greint frá því að hann haldi kyrru fyrir í þýsku 1. deildinni.

Ýmir Örn, sem er 26 ára gamall, hefur leikið með Ljónunum í tæp fjögur ár eftir að hafa samið við félagið í febrúar árið 2020.

Kom hann frá uppeldisfélagi sínu Val og hefur verið lykilmaður allar götur síðan.

Ýmir Örn er geysilega sterkur varnarmaður sem leikur sem línumaður í sókn og á að baki 78 landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert