Spánverjar úr leik eftir stórtap

Angela Malestein var atkvæðamikil með Hollendingum í dag.
Angela Malestein var atkvæðamikil með Hollendingum í dag. AFP/Henning Bagger

Spánverjar eru úr leik á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik eftir stórtap gegn Hollendingum, 29:21, í lokaumferð fjórða milliriðils mótsins í Frederikshavn í Danmörku í dag.

Þar með eru það Tékkar  sem ná öðru sæti riðilsins og  fylgja Hollendingum í átta liða úrslitin þrátt fyrir tap gegn Brasilíu fyrr í dag.

Holland fékk 10 stig, Tékkland 6, Brasilía 6, Spánn 6, Argentína 2 og Úkraína ekkert stig í riðlinum.

Zoe Sprengers skoraði sex mörk fyrir Hollendinga í dag og Angela Malestein fimm en Mireya Gonzalez og Danila Patricia So skoruðu fimm mörk hvor fyrir Spánverja sem enda í 13.-16. sæti mótsins.

Mótherjar Hollendinga og Tékka í átta liða úrslitum verða Noregur og Frakkland sem mætast í úrslitaleik annars milliriðils í kvöld en sigurliðið þar mun mæta Tékkum 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert