Gengur erfiðlega hjá Íslendingaliðinu

Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir Minden í kvöld.
Sveinn Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir Minden í kvöld. Ljósmynd/Minden

Íslendingalið Minden mátti sætta sig við fimmta tapið í síðustu sex deildarleikjum þegar liðið mætti Dormagen á útivelli í þýsku B-deildinni í handknattleik í kvöld.

Lokatölur urðu 24:18, Dormager í vil.

Sveinn Jóhannsson var jafn markahæstur í liði Minden með fjögur mörk líkt og Max Staar.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson komst ekki á blað hjá liðinu þrátt fyrir að eiga sjö skottilraunir. Gaf hann hins vegar þrjár stoðsendingar.

Minden, sem féll úr þýsku 1. deildinni á síðasta tímabili, hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og er í 14. sæti af 18 liðum með 11 stig í 16 leikjum, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert