Níu samherjar Íslendinga í franska hópnum

Nikola Karabatic er á leið á enn eitt stórmótið.
Nikola Karabatic er á leið á enn eitt stórmótið. AFP

Níu samherjar þriggja íslenskra landsliðsmanna í handknattleik eru í hópi  Frakka fyrir Evrópumót karla sem fer fram í Þýskalandi í janúar en þjálfarinn Guillaume Gille tilkynnti í dag 23 manna hóp fyrir mótið.

Þessir níu leikmenn koma frá stórliðunum Veszprém í Ungverjalandi þar sem Bjarki Már Elísson leikur, Kielce í Póllandi þar sem Haukur Þrastarson leikur og Nantes í Frakklandi þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson leikur.

Í raun koma allir leikmenn Frakka frá stórliðum því hinir eru ýmist frá París SG, Barcelona, Montpellier eða Kiel. 

Ísland og Frakkland munu mætast í milliriðli keppninnar, svo framarlega sem bæði lið komast áfram úr undanriðlum. Frakkar eru í A-riðli með Þýskalandi, Norður-Makedóníu og Sviss en Ísland er í C-riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi.

Hinn 39 ára gamli Nikola Karabatic er í hópnum og er líklega á leið á enn eitt stórmótið en hann hfur fjórum sinnum orðið heimsmeistari, þrisvar Evrópumeistari og þrisvar Ólympíumeistari með Frökkum frá árinu 2006.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Samir Bellahcene, Kiel
Charles Bolzinger, Montpellier
Rémi Desbonnet, Montpellier
Vincent Gérard, Kiel

Hornamenn:
Hugo Descat, Veszprém
Mathieu Grebille, París SG
Dylan Nahi, Kielce
Benoit Kounkoud, Kielce
Yanis Lenne, Montpellier
Valentin Porte, Montpellier

Línumenn:
Ludovic Fabregas, Veszprém
Luka Karabatic, París SG
Karl Konan, Montpellier
Nicolas Tournat, Kielce

Skyttur og miðjumenn:
Thibaut Briet, Nantes
Nikola Karabatic, París SG
Tomothey N'Guessan, Barcelona
Élohim Prandi, París SG
Kentin Mahé, Veszprém
Aymeric Minne, Nantes
Nedim Remili, Veszprém
Dika Mem, Barcelona
Melvyn Richardson, Barcelona

Þessi hópur kemur saman 21. desember en síðan fara væntanlega 18 leikmenn til Þýskalands. Frakkar mæta Túnis og Brasilíu í vináttulandsleikjum 4. og 6. janúar en þeir mæta Norður-Makedóníu í fyrsta leiknum á EM í Düsseldorf 10. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert