Sjö leikmenn norsku meistaranna Kolstad eru í nítján manna hópi sem Jonas Wille þjálfari norska karlalandsliðsins í handbolta hefur valið fyrir lokaundirbúning liðsins fyrir EM í Þýskalandi.
Sjömenningarnir, þar á meðal Sander Sagosen, Göran Johannessen og Magnud Röd, eru samherjar Sigvalda Björns Guðjónssonar, landsliðsmanns Íslands.
Þá eru í hópnum tveir lærisveinar íslenskra þjálfara, markvörðurinn Kristian Sæverås sem leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar með Leipzig í Þýskalandi og Kevin Gulliksen sem leikur hjá Arnóri Atlasyni í Tvis Holstebro í Danmörku.
Þarna er líka Christian O'Sullivan, samherji Íslendinganna þriggja hjá Evrópumeisturum Magdeburg.
Norski hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Kristian Sæverås, Leipzig
Torbjörn Bergerud, Kolstad
Línumenn:
Henrik Jakobsen, GOG
Petter Överby, Kiel
Magnus Gullerud, Kolstad
Hornamenn:
Sebastian Barthold, Aalborg
Kristian Björnsen, Aalborg
Kevin Gulliksen, Tvis Holstebro
Alexandre Blonz, GOG
Skyttur og miðjumenn:
Vetle Eck Aga, Kolstad
Sander Sagosen, Kolstad
Sander Overjordet, Kolding
Erik Thorsteinsen Toft, Kolding
Tobias Gröndahl, Elverum
Göran Johannessen, Kolstad
Christian O'Sullivan, Magdeburg
Harald Reinkind, Kiel
Simen Ulstad Lyse, Kolstad
Magnus Abelvik Röd, Kolstad
Norðmenn eru í D-riðlinum á EM með Slóveníu, Póllandi og Færeyjum og mæta Pólverjum í fyrsta leik í Berlín 11. janúar. Þeir búa sig undir mótið með þátttöku í Gulldeildinni í Danmörku 4. til 7. janúar þar sem þeir mæta Dönum, Hollendingum og Egyptum.