Íslendingarnir drjúgir í bikarsigrum

Teitur Örn Einarsson kom að níu mörkum með beinum hætti …
Teitur Örn Einarsson kom að níu mörkum með beinum hætti í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Teitur Örn Einarsson og Elliði Snær Viðarsson létu báðir vel til sína taka þegar lið þeirra, Flensburg og Gummersbach, unnu góða sigra í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik karla.

Flensburg fékk Bergischer í heimsókn og vann öruggan sigur, 37:29.

Teitur Örn skoraði fimm mörk úr sex skotum hjá Flensburg og gaf auk þess fjórar stoðsendingar.

Arnór Þór Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Bergischer.

Gummersbach fékk Göppingen í heimsókn og vann 33:28.

Elliði Snær skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach og gaf eina stoðsendingu.

Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar liðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert