Markahæstur en dugði ekki til

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handknattleik, var markahæstur allra þegar lið hans Kadetten Schaffhausen mátti sætta sig við tap, 25:24, á útivelli í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Óðinn Þór skoraði átta mörk, þar af fimm úr vítaköstum, úr jafnmörgum skotum.

Þrátt fyrir tapið heldur Kadetten toppsæti úrvalsdeildarinnar þar sem liðið er með 29 stig eftir 17 leiki á meðan Amicitia er í öðru sæti með 26 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert