Ómar óstöðvandi í bikarsigri

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í kvöld.
Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, fór á kostum þegar lið hans Magdeburg vann öruggan sigur á Wetzlar, 39:31, í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld.

Ómar Ingi var langsamlega markahæstur í leiknum þegar hann skoraði tíu mörk. Selfyssingurinn gaf auk þess fjórar stoðsendingar.

Janus Daði Smárason lét sömuleiðis vel að sér kveða og skoraði fjögur mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingu.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þá eitt mark.

Fleiri íslensk lið voru í eldlínunni í 16-liða úrslitum bikarsins.

Rhein-Neckar Löwen lagði Essen að velli, 33:24, á útivelli.

Arnór Snær Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Ljónin. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað en gaf eina stoðsendingu.

Loks tapaði Eintracht Hagen fyrir Nord-Lübbecke, 28:36, á heimavelli.

Hákon Daði Styrmisson komst ekki á blað í liði Hagen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert