Mögnuð endurkoma Stjörnunnar

Hergeir Grímsson reyndist hetja Stjörnunnar í kvöld.
Hergeir Grímsson reyndist hetja Stjörnunnar í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan vann frábæran endurkomusigur á Haukum, 23:22, þegar liðin áttust við í 13. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Garðabænum í kvöld.

Gestirnir úr Hafnarfirði hófu leikinn af miklum krafti í 4:0.

Róður Stjörnunnar þyngdist enn frekar þegar Haukar komust í 7:1 og svo 10:3.

Stjarnan náði að laga stöðuna aðeins en Haukar voru fimm mörkum yfir, 15:10, í hálfleik.

Haukar hófu síðari hálfleikinn af viðlíka krafti og náðu til að mynda sjö marka forystu, 19:12.

Stjarnan brást við með því að skora fimm mörk í röð, staðan orðin 19:17 og heimamenn búnir að koma sér almennilega inn í leikinn.

Stjarnan náði að jafna metin í 22:22 þegar um fimm mínútur voru til leiksloka.

Aðeins eitt mark til viðbótar var skorað og það gerði Hergeir Grímsson, leikmaður Stjörnunnar, úr vítakasti og tryggði þannig heimamönnum magnaðan endurkomusigur.

Með sigrinum fór Stjarnan upp í níunda sæti deildarinnar, þar sem liðið er með 9 stig. Haukar eru áfram í sjötta sæti með 12 stig.

Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 7, Hergeir Grímsson 6, Pétur Árni Hauksson 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Tandri Már Konráðsson 2 Egill Magnússon 1, Haukur Guðmundsson 1, Þórður Tandri Ágústsson 1.

Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 23, Daði Bergmann Gunnarsson 1.

Mörk Hauka: Össur Haraldsson 7, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Þráinn Orri Jónsson 3, Adam Haukur Baumruk 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Birkir Snær Steinsson 1, Ásgeir Bragi Þórðarson 1.

Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 8.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert